Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Daníel Benedikt Daníelsson 1866-1937
MyndefniFáni, Fólk, Hljóðfæri, Kaupmaður, Tónskáld
Nafn/Nöfn á myndGeir Jóhannesson Zoëga 1830-1917, Helgi Helgason 1848-1922
Ártal1896

StaðurLækjartorg
Annað staðarheitiThomsenstorg
ByggðaheitiKvosin
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-445
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiPétur Brynjólfsson 1881-1930

Lýsing

Hópur fólks með hornaflokk í broddi fylkingar og tvo fánabera. Fólkið uppábúið og sumir með regnhlíf. Lækur, vatnspóstur timburhús með afgirtum skrúðgarði ofl. Í bakgrunni má sjá Siemsenshúsið við Hafnarstræti 23.
 
Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 20:
  Frídagur verzlunarmann 1896, hornaflokkur á Lækjartorgi við gaflinn á húsið Sigfúsar Eymundssonar. - Menn hvíla sig um stund meðan ljósmyndarann athafnar sig og smellir af. Hornaleikarinn með harðkúluhattinn er Helgi Helgason trésmiður og tónskáld, stofnandi og stjórnandi Lúðurþeytarafélags Reykjavíkur og einn helzti tónlistarfrömuður bæjarins á sinni tíð, bróðir Jónasar organista Helgasonar. - Meðal annarra verzlunarmanna má þekkja Geir Zoëga kaupmann í annarri röð - með svartan hatt og barta.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 16.3.2011)


Heimildir

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana