Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniBarn, Gata, Grindverk, Grjótgarður, Kartöflugarður, Timburhús
Ártal1886-1890

StaðurAmtmannsstígur
ByggðaheitiÞingholt
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerLpr-466
AðalskráMynd
UndirskráLjós- og prentmyndasafn (Lpr)
Stærð16,5 x 21,5
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler
GefandiPétur Brynjólfsson 1881-1930

Lýsing

Gatnamót. Nokkur timburhús og eitt hús með bindingsverki. Afgirtir stígar, grjótgarðar, kartöflugarðar, nokkur börn í fjarska, hænu, olíuluktarstaur, vagnhjól ofl. Yngsta húsið Þingholtsstræti 12 reist árið 1883. Húsið fyrir miðju fær efri hæðina 1886.

Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 60-61/mynd 38:
Úr Þingholtunum um aldamótin, gatnamót Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Hér sjást nokkur þeirra timburhúsa, sem reist voru í Þingholtunum fyrir aldamótin og hafa lengi einkennt þennan bæjarhluta, sum hver með nýklassisku yfirbragði, sem þá var talsvert farið að gæta hérlendis. Til vinstri ber hæst Amtmannshúsið, hún Bergs Thorbergs amtmanns (sjá 66.mynd), sem stígurinn var kenndur við. Neðan við er lítið, dökkt timburhús, það sem Helgi Jónsson snikkari reisti úr afgangsviðum frá Latínuskólanum, Guðrún Daníelsdóttir átti lengi og nú stendur í Árbæjarsafni. Húsið fyrir miðju stendur enn á sínum stað, en það reisti Helgi trésmiður og tónskáld sonur Helga snikkara. Miðhluti hússins var reistur 1871 en síðar var það lengt til beggja enda og fékk þá það útlit, sem það hefur á myndinni. - Gegnt þessu húsi Helga Helgasonar stendur annað hús sem hann átti, það sem hann bjó sjálfur í. Það stendur einnig enn í dag, en lengst til hægri sést hús Benedikts Gröndals, sem Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur átti síðar. Gröndal lét reisa húsið 1881 og mun Helgi Helgason hafa séð um smíði þess.
  Amtmannsstígurinn er hér aðeins mjór gangstígur með trégrindverki til beggja handa og grjótgarðar afmarka húsalóðir og kartöflugarða.
(Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 17.3.2011)


Heimildir

Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana