Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Sigfús Eymundsson 1837-1911
MyndefniFarsóttarsjúkrahús
Ártal1866-1909

StaðurÞingholtsstræti 25
Annað staðarheitiFarsóttarhúsið
ByggðaheitiÞingholt
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerSEy-373
AðalskráMynd
UndirskráSigfús Eymundsson (SEy)
Stærð12 x 14
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf Gler

Lýsing

Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti 12. 

 

Húsið byggði Helgi Helgason (f.1848, d. 1922), tónskáld og forsmiður, sem var jafnframt frumkvöðull í lúðrablæstri á Íslandi og brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Forsmiðir teiknuðu, byggðu og höfðu umsjón með byggingu húsa og setti Helgi sterkan svip á íslenska húsagerð í Reykjavík í lok 19. aldar með húsum sínum. Með tilkomu hans öðlaðist hinn klassíski stíll á timburhúsaöld fullan þroska. Flest þessara húsa voru tvílyft og stærri en áður tíðkaðist og báru mörg þeirra vott um listrænar nýjungar, t.d. eru horn á Þingholtsstræti 12 skreytt flötum hálfsúlum. 


Heimildir

Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I: Ágrip af húsagerðarsögu. Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998. Bls. 133 -147.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana