Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Siggeir Pálsson 1815-1866
MyndefniBlinda, Hempa, Prestakragi, Prestur, Prjónn
Nafn/Nöfn á myndGuttormur Pálsson 1775-1860
Ártal1857-1860

StaðurVallanes
ByggðaheitiVellir
Sveitarfélag 1950Vallahreppur
Núv. sveitarfélagMúlaþing
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms-873
AðalskráMynd
UndirskráSýningarskrá, Mannamyndasafn (Mms)
Stærð9 x 6 cm
GerðSvart/hvít pósitíf - Annars konar pósitíf
GefandiSteinunn Járngerður Thorarensen-Erfingjar 1836-1905

Lýsing

Maður í prestahempu með prestakraga með aðra hendi í vasa en hina lausa með síðu. Hann horfir fram og vitað er að hann var orðinn blindur þegar myndin var tekin. Fyrir framan hann liggja prjónar og er eitthvað á prjónunum. Dægrastytting hans eftir að hann missti sjónina var að prjóna. 

Myndin er talin vera eftirtaka eftir daguerreótýpu sem Siggeir Pálsson muni hafa tekið. Hann var annar tveggja Íslendinga sem lærði að taka myndir með þeirri aðferð og var búsettur á Eskifirði í námunda við Vallanes. Tímasetning myndar byggir á komuári Siggeirs á Eskifjörð og dánarári Guttorms.

Guttormur er talinn vera elsti Íslendingur sem til er ljósmynd af. Hann var fæddur 1775.


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins Mannamyndasan 1908 - 1931 (nr.1-5235).

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana