LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniAmtsskrifari, Bræður, Cand. phil., Hópmynd, Sagnfræðingur
Nafn/Nöfn á myndHalldór Pálsson Melsteð 1832-1895, Páll Melsteð 1812-1910,
Ártal1855-1857

Núv. sveitarfélagKaupmannahöfn
SýslaSjáland
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms-9983
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
GerðSólmynd - Daguerreótýpa
GefandiSigríður Thorarensen

Lýsing

Páll Melsteð sagnfræðingur og bróðir hans, Halldór, cand.phil, amtskrifari. Sólmynd - daguerrótýpa. Innrömmuð þannig að rautt klæði lokar af kanta með gleri á framhlið og pappa á bakhlið. Að framan er svartur pappi með breiðri gylltri rönd við myndgluggann sem er ferkantaður með bognum hornum. Tveir menn sitja samhliða og hvílir annar þeirra annan arminn á dúklögðu borði. Þeir eru báðir í jökkum og vestum, annar í munstruðu vesti, og hvítum skyrtum með svart hálstau. Sá eldri er skeggjaður og er með hendur krosslagðar á bringu. Myndin er 9,3 x 7,2 cm.

Gler farið af og hefir lengi verið sprungið á og myndin skemmst undir sprungunni segir í eldri myndlýsingu.

Myndin var viðgerð í George Eastman House í Rochester U.S.A. á árunum 1973-74 af José Orraca.

Tímasetning myndar byggir á því að þeir bræður voru samtíða í Kaupmannahöfn 1855-1857 og þar var myndin tekin.


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins Mannamyndasafns nr. 5236-17842 [1932 - 1947].

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana