LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Frásagnir um ömmur

ÞMS
Spurningaskrá 2015-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Þjóðminjasafn Íslands - spurningaskrá 121

Frásagnir um ömmur

 

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna frásögnum fólks um ömmur sínar og langömmur. Söfnunin tengist rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um sögu kvenna á 20. öld. Söfnunin er jafnframt liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands.

 

Það sem við leitum eftir eru fyrst og fremst þínar eigin minningar. Þú getur valið á milli þess að skrifa algerlega frjálst eða stuðst við nokkur minnisatriði eða leiðbeiningar hér að neðan til að hjálpa þér við að móta frásögnina. Sendu frásögn þína á agust@thjodminjasafn.is.

 

Þú getur skilað frásögn þinni annað hvort undir nafni eða nafnlaust. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur og starf þitt og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.Hvort sem þú velur að gera er litið svo á að þú hafir samþykkt að frásögn þín tilheyri gagnasafni Þjóðminjasafns Íslands og að safninu sé heimilt að skrá frásögnina í stafrænan gagnagrunn og gera hana aðgengilega almenningi, fræðimönnum og öðrum, um tölvunet eða með öðrum hætti. Einnig að frásögnin sé afrituð í þágu almennings og til rannsókna.

 

Nánari upplýsingar veittar í síma 5302294 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.

 

 

Frjáls frásögn án leiðbeininga

Þú getur skrifað frásagnir um ömmu þína eða langömmu eftir eigin höfði, algerlega frjálst og án leiðbeininga.

 

Frásögn með stuðningi minnisatriða

Þú getur skrifað frásagnir um ömmu þína eða langömmu með hjálp eftirfarandi minnisatriða:

 

Fæðingarstaður, fæðingarár og nafn ömmu / langömmu (eða nafnlaust), hvar amma / langamma átti heima lengst af, menntun, störf, fyrstu minningar þínar af ömmu / langömmu, hvernig persóna hún var, samskipti þín við hana sem barn og fullorðin(n), hvernig samskiptin breyttust með tímanum, uppeldishlutverk ömmu / langömmu, hvernig hún tók þátt í lífi þínu á annan hátt, hvaða áhrif hún hafði á líf þitt (amma / langamma sem fyrirmynd, hvatning við val þitt á lífsstarfi eða menntun t.d.), skoðanir ömmu / langömmu á jafnréttismálum, svipmyndir eða sögur úr lífi hennar, lífshlaup hennar (aðeins það sem þú þekkir af eigin reynslu eða hefur verið sagt frá), hvaða munur var á hlutverkum afa og ömmu gagnvart þér.

 

Vilt þú taka þátt í fleiri þjóðháttarannsóknum?

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands hefur áhuga á að fá fleira fólk til liðs við sig. Ef þú ert að svara þjóðháttakönnun í fyrsta skipti getur þú hugsað þér að taka þátt í fleiri? Vinsamlegast gefið upp nafn, heimilisfang og netfang.  

/