LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Viðhorf til torfhúsa

ÞMS
Spurningaskrá 2019-2
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Viðhorf til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands

Spurningaskrá 127

 

Spurningaskrá þessi er hluti af rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa. Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Viðhorf og álit fólks er ein af helstu forsendum þess að hægt verði að átta sig á minjagildi torfhúsa og hvort vilji er til að vernda þau, nýta og fjármagna viðhald þeirra. Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem er að meira eða minna leyti hlaðið úr torfi og grjóti.

 

Að rannsókninni standa Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Rannsóknamiðstöð ferðamála undir forystu Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, sem leiðir verkefnið.

 

Samhliða rannsókninni eru áform um að skrá torfhús og torfhúsaleifar á landinu því fjöldi standandi eða nýtanlegra torfhúsa er óþekktur. Þá verða torfhús þar sem yngri byggingarefni eru áberandi einnig skrásett (steinsteypa, bárujárn t.d.).

 

Myndin sýnir torfkirkjuna að Víðmýri í Skagafirði sem byggð var árið 1834. Kirkjan hefur verið í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936.