Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Auðkenni og nöfn húsdýra

ÞMS
Spurningaskrá 1987-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Spurt um auðkenni á búfénaði (hestum, nautgripum, sauðfé og geitfé) svo sem hornalag, vaxtarlag, ullar- eða hárafar, lit, svip, skapferli o.fl., orðalag haft um þessi einkenni og eins hvernig nöfn dýra voru af þeim dregin. Reykjavík des. 1987. 105 svör. 90 tölvusett.

 

Skrá 68. Auðkenni og nöfn húsdýra
 
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns des. 1987 
 
Spurningaskrá 68
 
Í þessari spurningaskrá er leitað fróðleiks um auðkenni og nöfn húsdýra, hesta, nautgripa, 
 
sauðfjár og geitfjár og önnur atriði er þetta efni varða. Nafngiftir húsdýra og búfjár er mikið 
 
og markvert svið máls og menningar og enn lítt kannað, m.a. fyrir skort á aðgengilegum 
 
heimildum í heildarsafni fyrir landið allt. Margt af þessu er enn tiltækt í daglegu lífi búenda, 
 
annað komið í nokkurn fjarska. Það er alkunna að fjárbændum hefur ekki orðið nein 
 
skotaskuld úr því að þekkja hverja sauðkind í stórri hjörð með réttu nafni. Fjárbækur er 
 
vafalaust víða að finna hjá einstaklingum og margar hafa komist inn á söfn. Þær varðveita 
 
mikinn nafnaforða. Sama máli gegnir um kúabækur og ýmsar aðrar skrár. Auður nafna á 
 
þessu sviði er furðulega mikill. Íslenskri þjóðfræði væri hagræði að því að hafa sem mest af 
 
þessum fróðleik handbæran á einum stað og því er hér hjálpar leitað hjá vísu fólki. Allt, smátt 
 
og stórt er vel þegið í þessari heimildaleit. Þjóðháttadeildin þiggur fegins hendi gamlar 
 
heimildir varðandi þetta efni, í frumriti, afriti eða ljósriti. 
 
Hestar 
 
Hesturinn hefur verið nefndur þarfasti þjónninn. Hugtakið varð til á tíma er ferðir og allir 
 
flutningar á landi fóru fram á hestbaki. Sem reiðhestur heldur hesturinn enn hlut sínum. Mikill 
 
orðaforði er tengdur hestum í íslensku máli. Nöfn hesta spegla á margvíslegan hátt viðhorf 
 
manna til þeirra. Fjöldi hestanafna er myndaður út frá lit, önnur út frá þeim einkennum sem 
 
hestarnir sýndu í vilja, þoli, gangi, fegurð og skapi, svo að dæmi séu nefnd. Mikil fjölbreytni 
 
birtist í hestalitum og til þeirra er sótt fjöld hestanafna. Við minnum hér á eftirtalda liti: 
 
Bleikur, bleikálóttur, brúnn, grár (dökkgrár, ljósgrár), hvítur, jarpur (dökkjarpur, ljósjarpur, 
 
rauðjarpur), leirljós, litföróttur, moldóttur, móálóttur, muskóttur, rauður (dreyrrauður, 
 
ljósrauður, sótrauður), skjóttur (bleikskjóttur, brúnskjóttur, jarpskjóttur, moldskjóttur, 
 
rauðskjóttur), vindóttur (móvindóttur), blesóttur, glófextur, höttóttur, kinnóttur, skottóttur, 
 
sokkóttur, stjörnóttur. Eru mönnum þessi nöfn, önnur eða fleiri töm varðandi liti á hestum? 
 
Lýsið því.
 
Hvernig gáfu menn hestum nöfn eftir litum? Greinið frá þeim. Varð augnalitur tilefni 
 
nafngifta (glámeygur t.d.)? Segið frá því hvernig menn gáfu hestum nöfn eftir öðrum 
 
auðkennum, faxi, vexti, vilja, þoli, gangi, fegurð, skapi, svo að dæmi séu nefnd. Voru hestar 
 
kenndir við bæi sem þeir voru frá, eða við fyrri eigendur? Lýsið þessu eða öðru er varðar 
 
nafngiftir hrossa (hestar, hryssur). Á hvaða aldri var hrossum almennt gefið nafn (folöld, 
 
veturgömul?) Var stundum skipt um nöfn ef eigendaskipti urðu á hestum? 
 
Nautgripir 
 
Segið frá hyrndum nautgripum. Var mismunandi orðum farið um hornalag nautgripa (t.d. 
 
stórhyrnt, stutthyrnt, smáhyrnt, hnýflótt o.s.frv)? Voru nöfn kúa leidd af hornum eða 
 
hornalagi?
 
Segið frá mismunandi útliti nautgripa miðað við t.d. vöxt, höfuðlag, hes, júfur, holdafar, og 
 
annað er þetta efni varðar, hafi nöfn þeirra verið leidd af slíkum auðkennum og greinið frá 
 
nöfnum sem þannig urðu til. Hér má minna á nöfn eins og Flátta, Þríspen, Stássa.
 
Lýsið mismunandi lit nautgripa (svartur, hvítur, rauður, grár, sægrár, bröndóttur, hryggjóttur, 
 
skjöldóttur, skrámóttur, o.s.frv.). Hér má minna á nöfn eins og Húfa, Skrauta, Branda, 
 
Hryggja.
 
Segið frá öðrum nöfnum nautgripa mynduðum út frá ýmsum aðstæðum, fyrra heimili, 
 
fæðingu í flór, skapgerð, nythæð, smjörgæðum o.s.frv. Hér má minna á nöfn eins og Flóra, 
 
1
 
Frenja, Gæfa, Gyðja, Búbót, Búkolla.
 
Mikill fengur væri í vísum eða þulum sem fela í sér nöfn nautgripa.
 
Sauðfé 
 
Hvaða orðum var farið um mismunandi hornalag á sauðfé? Tilfærið öll dæmi sem þið þekkið 
 
(afturhyrnt, framhyrnt, gleiðhyrnt, hringhyrnt, krókhyrnt, snaghyrnt, úthyrnt, vaninhyrnt, 
 
öngulhyrnt o.s.frv.) Orðafar um þetta er með ýmsu móti. Hvernig voru nöfn sauðfjár dregin af 
 
hornalagi? Hvaða orðum var farið um vöxt og byggingarlag sauðfjár? Hvernig voru heiti 
 
sauðfjár af því dregin? Lýsið sem greinilegast litum sauðfjár og greinið frá orðafari í 
 
sambandi við það (hvítt, grátt, mórautt, svart, golótt, golsótt, mögótt, arnhöfðótt, hálsótt, 
 
hölsótt, flekkótt o.s.frv.)?
 
Hvernig voru nöfn sauðfjár leidd af ullarlitum?
 
Segið frá hvernig nöfn sauðfjár voru dregin á einn eða annan hátt af uppruna þess, fyrri 
 
eigendum, uppeldi, atferli, skapgerð og hinum ýmsu atvikum daglegs lífs.
 
Geitfé
 
Fáir nútíma íslendingar hafa verið handgengnir geitfé. Allur fróðleikur um nafngiftir geitfjár 
 
er vel þeginn og er hér til samanburðar það sem spurt er um sauðfé hvað varðar öll auðkenni 
 
sem nöfn voru dregin af. 
 
2
/