Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Hundurinn

ÞMS
Spurningaskrá 1987-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Hér er spurt um flest sem varðar hundinn, tegundina, hundakynið, heimilishundinn. Spurt um verð á hundum og hvolpum, hvernig hundur verður til, fæðingu, auðkenni, liti hunda og nöfn, hárafar, rödd, ratvísi, þefskyn, spádýrið hund, tíkarmjólk, lækningar, hundsbit, áflog hunda, hrælykt, hundaþúfur, hunda í mannaferð, bæli hunds, hundsdall og hundstrog. Einnig er spurt um hundsstein, hundsmat, hundslap, smalahund og fjárhund, hundafár, hundahreinsun, hunda í draumi, hunda sem fylgju, anda, sál og dauða, mann og hund, kveðskap, sagnir, orð og málshætti. 
Maí 1987. 71 svör. Tölvusett.

 

Skrá 66. Hundurinn
 
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands í maí 1987
 
Spurningaskrá nr.66
 
INNGANGUR
 
Hundurinn hefur um aldaraðir verið einna handgengastur manninum allra húsdýra, enda 
 
hundstryggð jafnan við brugðið. ,,Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður", sagði 
 
skáldið. Hér verður leitað fanga varðandi hundinn og samskipti manns og hunds. Hundurinn 
 
heldur enn stöðu sinni hjá mönnum en samskipti og orðafar hefur breyst á ýmsan veg á 
 
þessari öld og þörf er meiri heimilda en fyrir hendi eru í ógerðri þjóðfræðirannsókn. 
 
TEGUNDIN
 
Greinið frá samheitum um hunda (hundur, hvutti, deli, búadeli, grey, garmur, rakki, seppi, 
 
skinn, héppi o.s.frv.). Segið frá afleiddum orðum, merkingu og merkingarmun (hundsspott, 
 
hundsskinn, garmsskinn, greyskinn, greyskarn o.s.frv.). Var orðið ,,klódýr" notað um hunda 
 
og ketti og jafnvel tófur sem samheiti? Voru orðin hrædýr, hrækvikindi stundum notuð um 
 
hund? 
 
HUNDAKYN
 
Var talað um mismundandi hundakyn miðað m.a. við vöxt og útlit, lit, lafandi eyru eða 
 
upprétt, mislangt skott eða önnur einkenni? Hér kemur og til greina kynblöndun við hunda frá 
 
öðrum löndum. Kunna menn góð skil á óblönduðu íslensku hundakyni og auðkennum þess? 
 
Hafa hauskúpur hunda eða hundabein komið úr jörðu við jaðrask svo að menn hafi eftir tekið? 
 
Slíkar minjar væru vel þegnar til safna. 
 
HEIMILISHUNDUR
 
Hundur var kenndur við heimili sitt og nefndur heimilishundur eða heimilisrakki. Hundur gat 
 
breytt háttsemi sinni og lagst á flakk, varð flökkuhundur. Lýsið þessu. Var hundur talinn með 
 
einhverjum hætti tákn heimilis, heimilishátta og aðbúðar við menn og málleysingja. Var dæmi 
 
þess að hundar væru geltir til að venja þá af flakki? Nú til dags er algengt að hundar séu hafði 
 
sem gæludýr í þéttbýli og jafnvel til sveita. Hvenær varð þetta algengt og hvaða reynslu hafa 
 
menn af slíkum skepnum? Var t.d. algengt að koma þéttbýlishundum í sveit þegar þeir voru 
 
orðnir óalandi heima hjá sér? Þekktist málshátturinn: ,,Svo er hundur sem hann er hafður" 
 
engu síður en ,, svo er hestur sem hann er hafður"? 
 
VERÐ Á HUNDUM OG HVOLPUM
 
Var eitthvert fast gangverð á kaupum og sölum á hvolpum eða hundum t.d. haustlamb fyrir 
 
hvolp? Fór þetta eitthvað eftir því hvort hundurinn taldist af góðu fjárhundakyni? Voru 
 
hvolpar dýrari eftir að hundafár (hundapest) hafði fellt obbann af hundum í byggðinni? Á 
 
hvaða árstíma voru hvolpar helst aldir? Hve gamlir voru hvolpar þegar þeir voru látnir til 
 
annarra eigenda? 
 
HUNDUR VERÐUR TIL
 
Var orðið lóðatík (so. að lóða) eða annað í þess stað notað um það er tík sóttist eftir samlagi 
 
við hunda til fjölgunar? Alkunna er að hundar vítt úr byggð komu þá saman og þær samkomur 
 
ekki alltaf vel séðar. Var rætt um hunda í tíkarsnatti og til þess jafnað? Þekktist það að 
 
lóðahundum væri bægt frá bæ með einhverjum hætti (klofi, lótorfa eða annað fest í skott þeim 
 
t.d.)? Var lo. hvolpafull almennt notað um tík um meðgöngutíma? 
 
1
 
FÆÐING
 
Voru orðin að gjóta eða að leggja almennt notuð um það er tík eignaðist afkvæmi? Lýsið 
 
þessu. Var nokkuð hugað að því í hvaða röð hvolpar fæddust er ákveðið var um hverja skyldi 
 
ala upp? Var nokkuð rætt um það að fæddust sjáandi hvolpar og hvað þá væri að varast? Var 
 
nokkuð um það rætt að kostir eða ókostir hvolpa færu eftir því í hvaða röð þeir lægju á 
 
spenum mæðra sinna? Hvernig voru nýgotnir hvolpar deyddir (drekkt, höggnir t.d.)? Eru til 
 
örnefni sem minna á útburð hvolpa (hvolpapyttur t.d.)? Lýsið þessu. 
 
AUÐKENNI
 
Var talað um það að hvolpar eða hundar væru með fjáraugu? Hvað fólst í því? Var talað um 
 
hringspora, alspora, hálfspora eða óspora hunda? Hvað fólst í því, m.a. með tilliti til kosta? 
 
Nefndist hvítur blettur við augu eitthvað sérstakt? Nefndist hvítur rófubroddur á hundi 
 
þjófaljós? Fólst nokkur trú í því? Segið frá öðrum auðkennum hvolpa, m.a. hvað varðar 
 
líklega kosti (geltinn, ógeltinn t.d.). 
 
LITIR HUNDA OG NÖFN
 
Greinið frá því hvernig lit hunda var lýst meðmismunandi orðum (strútóttur, móstrútóttur, 
 
mórauður, flekkóttur, kápóttur, snoppóttur, o.s.frv.). Nöfn hunda hafa verið dregin af lit 
 
þeirra, vaskleika, tryggð eða öðrum auðkennum. Dragið fram sem allraflest dæmi um þetta. 
 
HÁRAFAR
 
Voru sérstök nöfn notuð um hárafar hunda (lubbi, loðhundi, lo. lubbalegur t.d.)? Voru dæmi 
 
þess að hundshár væri notað til einhverra hluta? Var orðið snoð (hundssnoð) eða annað 
 
almennt notað um það er hundar gengu úr hárum? 
 
RÖDD HUNDA
 
Hundar ýlfra, ýla, urra, bofsa, gelta, gjamma góla, spangóla. Um þetta er eflaust farið fleiri 
 
orðum. Lýsið því svo sem föng eru á. Þekktist það að sérstakt urr hunda væri nefnt að ,,sjóða 
 
grottann"? Lýsið því. Þekktust orðin sjógól og nágól um spangól hunda? Hvaða trú bjó að 
 
baki því? Var það nefnt gestagelt er gelt hunds gaf til kynna að gest bæri að garði? Þekktist 
 
það að hávær hundur væri nefndu gjárífur eða eitthvað annað? 
 
RATVÍSI, ÞEFSKYN
 
Ratvísi hunda og þefskyni hefur löngum verið við brugðið. Þekkja menn sögur um það? 
 
SPÁDÝR
 
Hvernig spáði hundur fyrir um gestakomur? Mátti ef til vill ráða af háttalagi hans hvort góðs 
 
eða ills væri von? Hvað um aðrar ,,spásagnir" hunda t.d. varðandi veður? Fann hundur feigð á 
 
manni t.d? 
 
TÍKARMJÓLK
 
Þekktist nokkur þjóðtrú varðandi tíkarmjólk eða áhrif hennar? 
 
LÆKNINGAR
 
Gamall málsháttur segir: ,,Kattartungan særir, hundstungan græðir". Kannast menn við þetta? 
 
Sagnir herma að hundsmör (hundsnetja) hafi verið lagður við beinbrot manna og einnig að 
 
brædd hundafeiti hafi verið til að bera á brunasár. Kannast einhver við sagnir um þetta? Voru 
 
einhver læknisráð önnur tengd hundum eða líffærum þeirra? 
 
2
 
HUNDSBIT
 
Grimmir hundar þóttu hvergi bæjarbót og illt að verða fyrir hundsbiti, enda stundum til þess 
 
jafnað í óeiginlegri merkingu um ýmis óhöpp manna. Lýsið þessu. Hvernig var búið um 
 
hundsbit. Kannast menn við þá þjóðtrúarlækningu að brenna hár bithundsins í eldi og setja 
 
öskuna á bitsárið? Misjöfnum orðum var farið um þessa áráttu hunda (sýna tennur, glefsa, 
 
bíta, hælbítur). Lýsið þessu. Voru dæmi þess að vígtennur væru brotnar úr grimmum 
 
hundum? 
 
ÁFLOG HUNDA
 
Grimm áflog hunda voru algeng. Hvernig voru hundar í áflogum aðskildir? Var almenn venja 
 
að hella köldu vatni yfir hunda er svo stóð á? Lýsið þessu. 
 
HRÆLYKT
 
Þekktist orðið hrælykt um sérstaka lykt af hundi? Voru önnur orð þekkt um lykt af hundum? 
 
HUNDAÞÚFA
 
Hundaþúfur voru vel kunnar. Voru fleiri nöfn notuð um þær? Lýsið þessu. Kannast menn við 
 
orðtakið: ,,Nú þykir mér hundaþúfan vera farin að hreykja sér"? 
 
HUNDUR Í MANNAFERÐ
 
Kannast menn við orðtakið að vera ,, eins og hundur í hverri hofferð? Hvernig var það notað? 
 
Var algengt að hundar fylgdu mönnum milli bæja og á mannamót? Var kirkjuferð þar ein 
 
undanskilin? Kunna menn sagnir um það er hundar gerðu messuspjöll? 
 
BÆLI HUNDS
 
Var sérstakt hundsbæli á bæjum? Hvar og hvernig um búið? Þekktist það að til væri sérstakt 
 
smáhús fyrir hunda við bæi (hundakofi)? Voru hundar hafði inni á nóttum sumar og vetur? 
 
Kunna menn að segja frá því að hundum væri sigað út úr bæ undir nótt til að liggja úti (sbr. 
 
ekki er hundi út sigandi) eða er átt við eitthvað annað? Var hundur e.t.v. látinn liggja úti að 
 
vori eða sumri til að varna gripum að ganga nærri húsum eða túni? 
 
HUNDSDALLUR
 
Var sérstakt ílát ætlað undir hundsmat (hundsdallur eða annað)? Lýsið því. 
 
HUNDSTROG
 
Var sérstakt smátrog (hundstrog) smíðað handa hundum til að lepja úr? 
 
HUNDSSTEINN
 
Var hundssteinn til á bæjum, við fjós eða kvíar t.d., handa hundum til að lepja úr? Var holan í 
 
steininn sjálfgerð eða klöppuð af mönnum? 
 
HUNDSMATUR
 
Var hundum ætlaður sérstakur skammtur matar, t.d. sláturmatur úr sýru auk annars (m.a. bein, 
 
uggar, roð t.d.)? Kannast menn við orðtakið að ,,mæna eins og hundur á bita"? Var orðtakið 
 
að ,,horfa til augna" m.a. notað um það er hundur mændi án árangurs? 
 
HUNDSLAP
 
Var hundslap miðað við ákveðið magn mjólkur (ein ærnyt við kvíar t.d.)? 
 
3
 
SMALAHUNDUR, FJÁRHUNDUR
 
Lýsið því hvernig hvolpar voru vandir til þess að verða góðir smalahundar eða fjárhundar, t.d. 
 
í því að koma rétt að sauðfé í smölun, eða skepnum yfirleitt, og taka sauðkind á réttan hátt. 
 
Hefur fólksfækkun í sveitum, nú í seinni tíð, haft áhrif á hlutverk og mikilvægi hundsins? 
 
Voru ákveðin hundakyn eftirsótt? Lýsið því hvernig hundi var sigað, hvernig kallað var á 
 
hund, hvernig honum var bannað eða hundur var skammaður. Voru mismunandi orð notuð 
 
eftir því hvað við átti? Hafa menn t.d. heyrt að hundur hafi verið skammaður með orðunum : 
 
,,Svei þér, þú hefur étið folald"? Var hundi kennt annað en það sem beint viðkom vörn og 
 
fjárgæslu (heilsa, setjast t.d. sbr. hundakúnstir)? Hvernig voru hundar vandir af að elta bíla? 
 
HUNDAFÁR
 
Hundafár herjaði á hunda öðru hverju. Hversu skætt var það stofninum? Var völ nokkurra 
 
læknisráða? Lýsið þessu. Segið frá öðru er varðar sjúkdóma eða mein hunda. 
 
HUNDAHREINSUN
 
Um hreinsun hunda sökum sullaveikisvarna er ýmissa heimilda völ. Sagnir hafa gengið um 
 
gáleysi fólks í sambýli við hundinn, um fólk sem lét hund sleikja matarílát og blés síðan í 
 
kross yfir það. Þetta á við liðna öld. Menn eru þó beðnir um að miðla fróðleik um þetta efni ef 
 
tök eru á. Hvað var gert við sulli sem komu í ljós við slátrun sauðfjár? 
 
HUNDAR Í DRAUMI
 
Boðaði það eitthvað hjá draumvitru fólki að dreyma hund eða hunda? 
 
HUNDUR SEM FYLGJA
 
Sagnir hafa gengið um hunda sem fylgjur, jafnvel ættarfylgjur. Kunna menn eitthvað frá þessu 
 
að segja? 
 
ANDI OG SÁL
 
Talað hefur verið um það að hundar hafi skyggnigáfu engu síður en menn. Þekkjast sagnir um 
 
það? ,,Hundtík mín þó hefði ei sál", sagði skáldkonan. Var því e.t.v. trúað af sumum að 
 
hundar hefðu sál: Kunna menn að segja frá því að framliðnir hundar hafi sést með 
 
húsbændum sínum? 
 
DAUÐI
 
Hundar urðu sjaldan ellidauðir. Hvernig var hundum lógað áður en byssur urðu 
 
almenningseign (henging, drekking t.d.)? Kann nokkur að segja frá því? Minna örnefni á 
 
þetta? Voru hundskinn nýtt á einhvern hátt? Hvað fólst í orðtakinu að vera eins og útspýtt 
 
hundsskinn? 
 
MAÐUR OG HUNDUR
 
Voru gerð glögg skil milli manns og hunds í orðafari? Hæfði t.d. ekki að tala um munn, nef, 
 
augu eða fætur á hundi? Hvaða orð voru notuð í þeirra stað, eða um líkamshluta hunds 
 
yfirleitt (kjaftur, trýni, glyrnur, lappir o.s.frv.)? Hæfði ekki að gefa hundi 3 bita (gera hund að 
 
manni)? Kannast einhver við þetta? Var það haft á orði ef einhver þótti dekra við hund meir 
 
en venja var? 
 
KVEÐSKAPUR, SAGNIR
 
Allur kveðskapur um hunda er vel þeginn (vísur, þulur, gátur). Kunna menn sögur um hunda 
 
sem m.a. lýsa viti þeirra, forsjálni, tryggð eða öðrum eiginleikum? 
 
4
 
ORÐ OG MÁLSHÆTTIR
 
Tungan geymir mörg orð og marga málshætti sem tengjast hundum og samskiptum manns og 
 
hunds. Hér má minna á orð eins og hundsspott, hundaart, hundslegur, hvolpavit sem ýmist 
 
tengjast hundi eða manni. Að liggja hundflatur fyrir öðrum vísar til uppgjafar. Hundur getur 
 
verið í manni til annars manns. Um gest var stundum sagt að hann kæmi eins og hundur og 
 
færi eins og hundur og skorti þá nokkuð á rétta framkomu. Óvinir hittust eins og hundar á 
 
tófugreni. Maður ræddi um hrakævi sína og hundstíð. Að vera eins og halasneyptur hundur 
 
var sagt til óvirðingar. Tíkarspenar nefndust í stríðni um stuttar fléttur á stúlku. Þekkt er 
 
orðtakið: ,,Veit hundur hvað étið hefur." Alþekktur er málshátturinn: ,,Erfitt er að kenna 
 
gömlum hundi að sitja." Orðið hundaklyfberi var notað um mann í niðrandi merkingu. 
 
Hundslappadrífa var notað um stórgerða/stórkorna logndrífu. Kannast menn við þessi dæmi 
 
eða önnur úr mæltu máli? Lýsið þessu sem greinilegast. 
 
5