LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Áheit og trú tengd kirkjum

ÞMS
Spurningaskrá 2009-2
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 111. Áheit og trú tengd kirkjum

Spurt er um áheit og trú tengd kirkjum. Áheit voru mjög algeng í kaþólskum sið hér á landi og hafa einnig þekkst í töluverðum mæli á síðari öldum. Mikið hefur verið heitið á kirkjur og er Strandarkirkja þeirra langþekktust í dag. Helstu áheitastaðir fyrr á tímum voru Kaldaðarnes og Skálholt. Þar að auki var eða er heitið á helga menn, ákveðnar persónur, góð málefni og fleira. Þá tengdist trú af ýmsu tagi sjálfum kirkjuhúsunum. Sumum þeirra mátti t.d. ekki læsa og aðrar voru látnar standa opnar í verndarskyni. Ekki hefur áður verið safnað sérstaklega upplýsingum um þetta efni.

Haust 2009. 73 svör. Tölvusett.

Um áheit

Hefur þú heitið á eitthvað þér til hjálpar eða þekkir þú fólk sem hefur gert það?

Hversu algengt er þetta? Hefurðu heitið á eitthvað einu sinni, tvisvar eða oftar, eða

þekkirðu fleiri dæmi?

Undir hvaða kringumstæðum og hvernig fer eða fór áheitið fram (t.d þegar mikið lá

við)?

Er þér kunnugt um hvort áheit séu hugsanlega kynbundin eða aldurstengd? Geturðu

lýst þessu?

Á hvað var heitið? Var heitið á kirkjur, hjálparstofnanir eða -starfsemi, helga menn,

ákveðnar persónur (t.d. einstæðinga eða manneskjur sem eiga við andstreymi að

stríða), dýr, hluti eða annað? Tilgreindu nákvæmlega hvaða kirkjur, persónur eða

stofnanir, ef hægt er.

Kannast þú við að áheit geti bæði verið í gamni og alvöru? Er eða var t.d. heitið á

börn að gera þeim eitthvað til glaðnings ef þetta eða hitt gengi eftir? Nefndu dæmi.

Hvað telur þú að hafi ráðið því að sumar kirkjur, stofnanir eða persónur þykja eða

þóttu góðar til áheita?

Hver var tilgangurinn með áheitinu eða áheitunum?

Hverju var eða er heitið?

Báru áheitin árangur? Kanntu sögur af því hvernig áheit urðu fólki til góðs?

Hvenær og hvernig fer/fór „greiðsla“ fram?

Finnst þér vera takmörk fyrir því í hvaða skyni má nota áheit af þessu tagi? Má t.d.

nota þau til þess að fá atvinnu eða vinning í lottói? Útskýrðu hver takmörkin eru, ef

hægt er, og af hverju.

Er álitið betra að heita á sumt fremur en annað og hvers vegna? Á það almennt við

um áheit eða er það mismunandi eftir aðstæðum? Hvað ræður valinu? Fór þetta

hugsanlega eftir stærð mála?

Hvað heldur þú að gerist ef áheit er ekki innt af hendi?

Var eða er talið athugavert að heita á eitthvað ef ekki hefur verið greitt fyrir síðasta

áheit og af hverju?

Þekkir þú sögur um áheit á kirkjur (Strandarkirkju eða aðrar kirkjur)? Getur þú rifjað

upp slíkar frásagnir?

Hvaða áhrif hefur það á útkomuna ef sagt er frá áheitinu? Er það gert fyrirfram eða

eftir á? Hve algengt er fólk greini frá slíku?

Annað sem tengist áheitum og þú vilt benda á.

Um kirkjur

Hvað réði því aðallega hvar kirkjunni var valinn staður? Rifjaðu upp frásagnir í þessu

sambandi, ef til eru, og gjarnan einnig um smíði guðshússins sem yfirskilvitlegar

þykja.

Var eða er kirkjan látin standa opin eða ólæst um lengri eða skemmri tíma? Í hvaða

tilgangi er/var það gert?

Er kirkjuhúsið eða hluti þess talið búa yfir verndarmætti? Fyrir hverju þá og hvernig?

Hver er/var afstaða fólks gagnvart því að leggja niður kirkju eða að eiga þátt í að taka

hana ofan? Hafa viðhorf gagnvart þessu hugsanlega breyst í tímans rás?

Hefur viðhorf fólks gagnvart kirkjunni sem helgu húsi breyst á einhvern hátt svo þú

vitir til? Á hvaða hátt og hvernig kemur það fram?

Hvernig var afstaða manna til kirkjunnar tengd grafreitnum umhverfis hana og

legstöðum ættingja og vina?

Er eitthvað sem ekki þykir sæma að athafast í kirkju eða annað sem talið er æskilegt

að gera? Tengist þetta hugsanlega ákveðnu svæði í guðshúsinu? Má t.d. klappa eða

hlæja í messu? Segðu frá öðrum hugmyndum um hegðun fólks í kirkju.

Hvers konar hlutverki gegnir kirkjan sem samkomuhús fyrir ýmsa veraldlega

viðburði? Hvaða óskráðar reglur eru í gildi utan messutíma, má t.d. klappa á

tónleikum?

Hvaða máli skiptir sjálf kirkjubyggingin við trúariðkanir fólks? Er jafngilt að stunda trú

sína og helgihald utan byggingarinnar og að fara í kirkju, t.d. að skíra heima? Hvenær

er þá helst farið í guðshús?

Kannast þú við trú á einstaka gripi í kirkjum? Hefurðu heyrt um sérstaka trú á

altarissakramenti eða kaleika, mátt skírnarvatnsins (lækningamátt, vörn gegn illum

öflum o.fl.)? Geturðu lýst þessu?

Við hvaða tækifæri og af hvaða tilefni eru kirkjunni gefnar gjafir? Hvers konar gjafir er

helst um að ræða? Hvaða væntingar hafa gefendur til kirkjunnar?

Messur, giftingar og aðrar helgiathafnir undir beru lofti hafa tíðkast um nokkurt skeið.

Fara slíkar athafnir hugsanlega fram á ákveðnum stöðum og ef svo er hvaða? Hvað

er þetta gamall siður? Greindu frá því sem þú veist um þetta.

Þekkir þú lindir, brunna eða læki sem sérstök trú er tengd við? Yfir hvaða eiginleikum

eiga þeir að búa? Tengist trúin ákveðnum árstíma?

Þekkir þú sögur af stöðum sem hafa verið vígðir af helgum mönnum? Eða af stöðum

sem tengjast dýrlingum eða öðrum helgum mönnum á einhvern annan hátt? Geturðu

sagt frá þessu?

Segðu frá öðrum stöðum sem sérstök helgi eða átrúnaður er á.

/