LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Framhaldsskólasiðir

ÞMS
Spurningaskrá 2011-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 114: Framhaldsskólasiðir

Spurt er um eigin reynslu af hinum ýmsu siðum sem tíðkast í framhaldsskólum. Sérstaklega er spurt um busavígslu, dansleiki og félagsstarf, hversdagslíf, ferðalög og dimission.

Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum fyrr og nú á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Tilgangur söfnunarinnar er að kynnast þeirri menningu sem ríkir/ríkti meðal nemenda, og er hún jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðallega er spurt um eigin reynslu fólks og verða öll svör varðveitt ópersónugreinanleg nema annars sé óskað.

Þetta er rafræn upplýsingasöfnun þar sem svarað er með tölvupósti, en þeir sem þess óska geta fengið sérstakan pappír til að svara á og umslag sem setja má ófrímerkt í póst. Einnig er hægt að fá spurningaskrána senda sem viðhengi. Allar nánari upplýsingar um söfnunina eru veittar í síma 5302294 og ennfremur er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið agust@thjodminjasafn.is.

Núverandi og fyrrverandi mennta- og framhaldsskólanemar eru hvattir til að taka þátt í söfnuninni og stuðla þannig að því að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum. Frásagnir nemenda verða með tíð og tíma ómetanlegar heimildir um lífið í skólanum.

Smellið á tengil hér fyrir neðan til að ná í spurningaskrána:

Spurningaskrá nr. 114: Framhaldsskólasiðir

Athugið að nauðsynlegt er að vista spurningaskrána í viðkomandi tölvu áður en byrjað er að svara.

Vinsamlegast sendið svörin á netfangið agust@thjodminjasafn.is

 

Með því að svara lítur Þjóðminjasafn Íslands svo á að hlutaðeigandi hafi samþykkt að svör sín tilheyri safninu og að það nýti þau í þágu rannsókna og minjavörslunnar í landinu. Ennfremur að Þjóðminjasafninu sé heimilt að skrá svörin í stafrænan gagnagrunn og gera þau aðgengileg fræðimönnum og öðrum og að svörin séu afrituð í þágu almennings og til rannsókna.

Þjóðminjasafnið hefur safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld. Svörin eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar og hafa flest þeirra verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn.

 

Þjóðminjasafn Íslands, spurningaskrá nr. 114

Framhaldsskólasiðir

Hér er fyrst og fremst verið að spyrja um þína eigin reynslu af hinum ýmsu siðum sem tíðkast

í framhaldsskólum, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá

öðrum. Sumar spurninganna passa kannski ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins eftir

því sem við á. Spurningarnar eru settar þannig fram að þær eiga að höfða bæði til núverandi

og fyrrverandi nemenda. Þú getur skrifað svörin inn í þetta skjal, annað hvort á eftir hverri

spurningu eða í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra. Þú getur einnig

haft svörin í sérstöku skjali. Öll svör verða varðveitt ópersónugreinanleg og aðeins er óskað

eftir lágmarks upplýsingum um þann sem segir frá.

Kyn:

Aldur:

Nafn skóla:

Tímabil sem nám var stundað:

Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram,

hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð

hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru

einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með

o.s.frv.).

Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver

ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?

Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?

Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er

hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?

Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?

Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða

settar á netið? Hvað finnst þér um það?

Hvað er/var gert á eftir busavígslu?

Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk

hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?

Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?

Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?

Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í

skólagöngunni? Hvernig þá?

Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru

þeir einhver ákveðin heiti? Hver?

Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?

Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?

Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir,

þemavika t.d.)?

Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag,

íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?

Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að

ræða?

Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri,

fötlun, þjóðerni eða öðru?

Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef

svo er, og hvers vegna?

Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?

Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða

fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?

Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli?

Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?

Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju

felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?

Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans?

Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?

Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru?

Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)?

Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?

Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær

lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?

Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?

Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla

útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?

Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver

stendur/stóð fyrir þessari máltíð?

Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var

gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?

Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig

búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d.

eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?

Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum?

Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?

Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á

útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

/