LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Birta stórt Birta lítið

Framhaldsskólasiðir

ÞMS
Skrá 114: Framhaldsskólasiðir Spurt er um eigin reynslu af hinum ýmsu siðum sem tíðkast í framhaldsskólum. Sérstaklega er spurt um busavígslu, dansleiki og félagsstarf, hversdagslíf, ferðalög og dimission. Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum fyrr og nú á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Tilgangur söfnunarinnar er að kynnast þeirri menningu sem ríkir/ríkti meðal nemenda, og er hún jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðallega er spurt um eigin reynslu fólks og verða öll svör varðveitt ópersónugreinanleg nema annars ...

Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf

ÞMS
Kæri heimildarmaður. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að afla upplýsinga um upplifun fólks af uppvaxtarheimili sínu, hvernig það var samansett, hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir og hvort eitthvað af þeim hafi fylgt þeim inn í samtímann. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og öllum framlögum verður tekið fagnandi. Spurningaskráin var s...

Heimatilbúið, viðgert og notað

ÞMS
Skrá 113. Heimatilbúið, viðgert og notað Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við búshluti, fatnað eða annað heima hjá sér, hvað það býr til sjálft og hversu mikið það notar hlutina eða endurnýtir. Persónulegar upplýsingar um heimildarmann: Nafn og heimilisfang. Fæðingardagur og ár. Hvar ertu fædd(ur) og uppalin(n), hvar hefur þú einkum dvalist á fullorðinsárum og við hvað hefur þú starfað? Nöfn, fæðingarár, fæðingarstaðir og atvinna foreldra. Við hvaða staði og tímabil er svarið miðað? Miðaðu frásögnina fyrst og fremst við þína eigin r...

Samkynhneigð á Íslandi

ÞMS
INNGANGUR Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um samkynhneigð á Íslandi og er henni ætlað að höfða jafnt til gagnkynhneigðra sem samkynhneigðra einstaklinga. Sumar spurninganna eiga hugsanlega ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins eftir því sem þú telur við eiga. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þínar eigin minningar, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum.   Þú getur svarað hverri spurningu fyrir sig eða í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra. Allar upplýsingar eru mikils virði jafnv...

Að eldast

ÞMS
Spurningaskrá 120, að eldast  Leiðbeiningar Það er sagt að allir vilji verða langlífir en samt er enginn sem vill verða gamall. Flestir ná því að lifa lengi en meðalaldur Íslendinga hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og áratugum. Eldra fólki hefur farið mjög fjölgandi og á eftir að verða enn stærri hópur þegar fram í sækir og láta meira að sér kveða í þjóðlífinu. Þeir sem nú eru um miðjan aldur og þaðan af eldri eru þar að auki mun betur á sig komnir líkamlega en afar þeirra og ömmur. Bættri heilsu fylgja jafnframt betri lífsgæði og meiri virkni. Raunverulegur aldur er þannig ekki a...

Frásagnir um ömmur

ÞMS
Þjóðminjasafn Íslands - spurningaskrá 121 Frásagnir um ömmur   Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna frásögnum fólks um ömmur sínar og langömmur. Söfnunin tengist rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um sögu kvenna á 20. öld. Söfnunin er jafnframt liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands.   Það sem við leitum eftir eru fyrst og fremst þínar eigin minningar. Þú getur valið á milli þess að skrifa algerlega frjálst eða stuðst við nokkur minnisatriði eða leiðbeiningar hér að neðan til að ...

Aðstæður kynjanna

ÞMS
Þjóðminjasafn Íslands, spurningaskrá 122 Aðstæður kynjanna Leiðbeiningar Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna heimildum um aðstæður kynjanna hér á landi á síðari hluta 20. aldar fram til dagsins í dag. Ráðist var í þetta verkefni í tilefni af að á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt.  Spurningaskránni er skipt í fjóra kafla og er henni ætlað að höfða jafnt til karla sem kvenna. Við leitum fyrst og fremst eftir þínum eigin minningum þótt annar fróðleikur megi gjarnan fá að fljóta með.   Sumar spurningarnar eiga hugsanlega ekki við þína persónuleg...

Gæludýr

ÞMS
GÆLUDÝR Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 124 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um hvernig það er að vera með gæludýr og kanna tengsl manna við þau. Fremur lítið hefur verið um rannsóknir á upplifun Íslendinga af gæludýrahaldi og er því óskað eftir aðstoð almennings til að bæta úr því. Gæludýr eru snar þáttur af lífi margra Íslendinga en dýrum á heimilum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum áratugum svo jafnvel er hægt að tala um sprengingu. Hundahald í þéttbýli var lengi bannað hér á landi, eins og kunnugt er, en kom samt ekki í veg fyrir það uns hundahald...

Minningar úr héraðsskólum

ÞMS
Minningar úr héraðsskólum Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 115 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf í héraðsskólum á Íslandi og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.   Spurningaskráin er hluti af þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands sem hófst árið 1960. Hægt er að kynna sér afraksturinn á vefslóðinni sarpur.is. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.   Héraðsskólar voru formlega stofnaðir 1929 og störfuðu áfram sem sl...

Loftslagsbreytingar og framtíðin

ÞMS
Loftslagsbreytingar og framtíðin Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 125   Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga.   Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu en eins og kunnugt er getur hnattræn hlýnun haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf. Samkvæmt rannsóknum á veðurfari e...

Eurovision-hefðir

ÞMS
Eurovision-hefðir Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 126   Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlega hefð. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni. Nú óskar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni almennings við að bæta úr þessu...

Viðhorf til torfhúsa

ÞMS
Viðhorf til torfhúsa Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 127   Spurningaskrá þessi er hluti af rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa. Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Viðhorf og álit fólks er ein af helstu forsendum þess að hægt verði að átta sig á minjagildi torfhúsa og hvort vilji er til að vernda þau, nýta og fjármagna viðhald þeirra. Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem er að meira eða minna leyti h...

Lífið á dögum kórónaveirunnar

ÞMS
Lífið á dögum  kórónaveirunnar Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 128 Spurningaskrá þessi er send út í tilefni af kórónuveirufaraldrinum (COVID-19) sem nú gengur yfir Ísland og alla heimsbyggðina með mjög afdrifaríkum hætti. Á annað þúsund eru þegar smitaðir hér á landi og hátt í 10.000 eru í sóttkví. Nokkrir hafa þegar látist. Á heimsvísu eru þessar tölur margfalt hærri. COVID-19 er með stærstu farsóttum sem herjað hafa á íbúa jarðar og verður að fara allt aftur til spönsku veikinnar árið 1918 til að finna viðlíka útbreiddan og hættulegan smitsjúkdóm. Mikilvægt er að safnað verði heimi...

Ísbjarnarsögur

ÞMS
Ísbjarnarsögur Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 129   Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna minningum fólks um ísbirni - og er það jafnframt liður í þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Markmið verkefnisins, sem ber heitið Ísbirnir á villigötum, er að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum heimsvæddrar loftslagshlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Áhersla verður lögð á að rannsaka ferðir ísbjarna til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Þær frásagnir sem berast verða varðveittar ...

Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

ÞMS
Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri Þjóðminjasafn Íslands, spurningaskrá 123 Um rannsóknina Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf, munnmæli, félagslíf, hefðir og samskipti í Menntaskólanum á Akureyri (MA). Söfnunin er jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands.  Fyrst og fremst er verið leita eftir eigin minningum fólks, en bæði núverandi og fyrrverandi nemendur í MA voru hvattir til að taka þátt í söfnuninni, óháð því hvort þeir hafi útskrifast eða ekki. Samtals 289 svör bárust við spurningaskránni.   SPURNIN...

Sundlaugamenning á Íslandi

ÞMS
Kæri heimildarmaður. Á Íslandi eigum við í sérstöku sambandi við heitt vatn, en sundlaugar landsins gegna stærra hlutverki í þjóðlífinu en gengur og gerist í grannríkjunum. Laugin og potturinn eru mikilvægir samkomustaðir, en hlutverk þeirra snýst um allt í senn: Lýðheilsu, lífsgæði, íþróttir, leik, afslöppun, skemmtun, hreinlæti, samræður og samneyti. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna almennum upplýsingum um sundlaugaferðir, sundkennslu, samskipti og hegðun á sundstöðum, líðan fólks og veru þess í sundlauginni og heita pottinum - eða með öðrum orðum um sundlaugamenningu á Í...
/