LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Birta stórt Birta lítið

Gæludýr

ÞMS
GÆLUDÝR Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 124 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um hvernig það er að vera með gæludýr og kanna tengsl manna við þau. Fremur lítið hefur verið um rannsóknir á upplifun Íslendinga af gæludýrahaldi og er því óskað eftir aðstoð almennings til að bæta úr því. Gæludýr eru snar þáttur af lífi margra Íslendinga en dýrum á heimilum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum áratugum svo jafnvel er hægt að tala um sprengingu. Hundahald í þéttbýli var lengi bannað hér á landi, eins og kunnugt er, en kom samt ekki í veg fyrir það uns hundahald...

Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri

ÞMS
Siðir og daglegt líf í Menntaskólanum á Akureyri Þjóðminjasafn Íslands, spurningaskrá 123 Um rannsóknina Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf, munnmæli, félagslíf, hefðir og samskipti í Menntaskólanum á Akureyri (MA). Söfnunin er jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands.  Fyrst og fremst er verið leita eftir eigin minningum fólks, en bæði núverandi og fyrrverandi nemendur í MA voru hvattir til að taka þátt í söfnuninni, óháð því hvort þeir hafi útskrifast eða ekki. Samtals 289 svör bárust við spurningaskránni.   SPURNIN...

Aðstæður kynjanna

ÞMS
Þjóðminjasafn Íslands, spurningaskrá 122 Aðstæður kynjanna Leiðbeiningar Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna heimildum um aðstæður kynjanna hér á landi á síðari hluta 20. aldar fram til dagsins í dag. Ráðist var í þetta verkefni í tilefni af að á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt.  Spurningaskránni er skipt í fjóra kafla og er henni ætlað að höfða jafnt til karla sem kvenna. Við leitum fyrst og fremst eftir þínum eigin minningum þótt annar fróðleikur megi gjarnan fá að fljóta með.   Sumar spurningarnar eiga hugsanlega ekki við þína persónuleg...

Frásagnir um ömmur

ÞMS
Þjóðminjasafn Íslands - spurningaskrá 121 Frásagnir um ömmur   Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna frásögnum fólks um ömmur sínar og langömmur. Söfnunin tengist rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um sögu kvenna á 20. öld. Söfnunin er jafnframt liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands.   Það sem við leitum eftir eru fyrst og fremst þínar eigin minningar. Þú getur valið á milli þess að skrifa algerlega frjálst eða stuðst við nokkur minnisatriði eða leiðbeiningar hér að neðan til að ...

Að eldast

ÞMS
Spurningaskrá 120, að eldast  Leiðbeiningar Það er sagt að allir vilji verða langlífir en samt er enginn sem vill verða gamall. Flestir ná því að lifa lengi en meðalaldur Íslendinga hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og áratugum. Eldra fólki hefur farið mjög fjölgandi og á eftir að verða enn stærri hópur þegar fram í sækir og láta meira að sér kveða í þjóðlífinu. Þeir sem nú eru um miðjan aldur og þaðan af eldri eru þar að auki mun betur á sig komnir líkamlega en afar þeirra og ömmur. Bættri heilsu fylgja jafnframt betri lífsgæði og meiri virkni. Raunverulegur aldur er þannig ekki a...

Sundlaugamenning á Íslandi

ÞMS
Kæri heimildarmaður. Á Íslandi eigum við í sérstöku sambandi við heitt vatn, en sundlaugar landsins gegna stærra hlutverki í þjóðlífinu en gengur og gerist í grannríkjunum. Laugin og potturinn eru mikilvægir samkomustaðir, en hlutverk þeirra snýst um allt í senn: Lýðheilsu, lífsgæði, íþróttir, leik, afslöppun, skemmtun, hreinlæti, samræður og samneyti. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna almennum upplýsingum um sundlaugaferðir, sundkennslu, samskipti og hegðun á sundstöðum, líðan fólks og veru þess í sundlauginni og heita pottinum - eða með öðrum orðum um sundlaugamenningu á Í...

Samkynhneigð á Íslandi

ÞMS
INNGANGUR Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um samkynhneigð á Íslandi og er henni ætlað að höfða jafnt til gagnkynhneigðra sem samkynhneigðra einstaklinga. Sumar spurninganna eiga hugsanlega ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins eftir því sem þú telur við eiga. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þínar eigin minningar, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum.   Þú getur svarað hverri spurningu fyrir sig eða í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra. Allar upplýsingar eru mikils virði jafnv...

Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf

ÞMS
Kæri heimildarmaður. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að afla upplýsinga um upplifun fólks af uppvaxtarheimili sínu, hvernig það var samansett, hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir og hvort eitthvað af þeim hafi fylgt þeim inn í samtímann. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og öllum framlögum verður tekið fagnandi. Spurningaskráin var s...

Hvernig er að búa á Stúdentagörðum?

ÞMS
Kæri íbúi á Stúdentagörðum. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um heimili á Stúdentagörðum, hvernig þau eru samsett, hvaða munir og húsgögn rata inn á þau, hvernig fólk skapar sér heimili, upplifir það og stundar í daglega lífinu. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og þetta er ekki keppni um besta pennann. Öllum framlögum verður ...

What is it like to live in student housing?

ÞMS
Dear student housing resident The purpose of the questionnaire is to collect information about making one’s home in student housing. We are interested to learn how the home is composed and decorated, how the feeling of being at home is created and how people experience their home; how it is used on an everyday basis. First and foremost, we are asking about your own experience, although we find it interesting to learn about what you've heard others say. All sorts of information related to the subject is welcomed, whether or not it responds directly to questions posed in the questionnaire. This...

Minningar úr héraðsskólum

ÞMS
Minningar úr héraðsskólum Þjóðminjasafn Íslands Spurningaskrá 115 Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf í héraðsskólum á Íslandi og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.   Spurningaskráin er hluti af þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands sem hófst árið 1960. Hægt er að kynna sér afraksturinn á vefslóðinni sarpur.is. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.   Héraðsskólar voru formlega stofnaðir 1929 og störfuðu áfram sem sl...

Framhaldsskólasiðir

ÞMS
Skrá 114: Framhaldsskólasiðir Spurt er um eigin reynslu af hinum ýmsu siðum sem tíðkast í framhaldsskólum. Sérstaklega er spurt um busavígslu, dansleiki og félagsstarf, hversdagslíf, ferðalög og dimission. Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum fyrr og nú á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Tilgangur söfnunarinnar er að kynnast þeirri menningu sem ríkir/ríkti meðal nemenda, og er hún jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðallega er spurt um eigin reynslu fólks og verða öll svör varðveitt ópersónugreinanleg nema annars ...

Heimatilbúið, viðgert og notað

ÞMS
Skrá 113. Heimatilbúið, viðgert og notað Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við búshluti, fatnað eða annað heima hjá sér, hvað það býr til sjálft og hversu mikið það notar hlutina eða endurnýtir. Persónulegar upplýsingar um heimildarmann: Nafn og heimilisfang. Fæðingardagur og ár. Hvar ertu fædd(ur) og uppalin(n), hvar hefur þú einkum dvalist á fullorðinsárum og við hvað hefur þú starfað? Nöfn, fæðingarár, fæðingarstaðir og atvinna foreldra. Við hvaða staði og tímabil er svarið miðað? Miðaðu frásögnina fyrst og fremst við þína eigin r...

Kreppan, hrunið og Búsáhaldabyltingin

ÞMS
Skrá 112. Kreppan, hrunið og búsáhaldabyltingin Spurningaskrá þessi fjallar um bankahrunið haustið 2008, kreppuna sem fylgdi í kjölfarið og svo kallaða Búsáhaldabyltingu. Þú ert fyrst og fremst beðin(n) um að segja frá þinni eigin reynslu en einstaka sinnum eru spurningarnar þó almenns eðlis. Lestu vandlega í gegnum þær áður en þú byrjar að svara, en ekki er nauðsynlegt að gera það í réttri röð. Frásögnin má því vera í samfelldu máli og algerlega frjáls ef að þér finnst það þægilegra. Þannig má líta á spurningarnar sem eins konar viðmið. Allar upplýsingar eru mikils virði jafnvel þótt svör...

Áheit og trú tengd kirkjum

ÞMS
Skrá 111. Áheit og trú tengd kirkjum Spurt er um áheit og trú tengd kirkjum. Áheit voru mjög algeng í kaþólskum sið hér á landi og hafa einnig þekkst í töluverðum mæli á síðari öldum. Mikið hefur verið heitið á kirkjur og er Strandarkirkja þeirra langþekktust í dag. Helstu áheitastaðir fyrr á tímum voru Kaldaðarnes og Skálholt. Þar að auki var eða er heitið á helga menn, ákveðnar persónur, góð málefni og fleira. Þá tengdist trú af ýmsu tagi sjálfum kirkjuhúsunum. Sumum þeirra mátti t.d. ekki læsa og aðrar voru látnar standa opnar í verndarskyni. Ekki hefur áður verið safnað sérstaklega uppl...

Alþýðlegar veðurspár og veðurþekking

ÞMS
Skrá 110. Alþýðlegar veðurspár og veðurþekking Spurt er um veðurspár og veðurþekkingu Íslendinga. Heimildafólk er beðið um að fjalla um veðurspámenn í víðu samhengi, veðurspár bæði á landi og úti á sjó, hegðun dýra með tilliti til veðurfars og veðurdrauma, veðurvísur, málshætti og margt fleira. Mars 2009. Spurningaskrá 110 Mars 2009 Spurningaskrá um alþýðlegar veðurspár og veðurþekkingu Leiðbeiningar Þú ert beðin(n) um að segja frá þinni eigin reynslu en ekki er nauðsynlegt að svara spurningunum í réttri röð og má því frásögnin vera í samfelldu máli. Allar upplýsingar eru mikils vir...
/