LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Loftslagsbreytingar og framtíðin

ÞMS
Spurningaskrá 2018-1

Loftslagsbreytingar og framtíðin

Þjóðminjasafn Íslands

Spurningaskrá 125

 

Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga.

 

Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu en eins og kunnugt er getur hnattræn hlýnun haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf. Samkvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar og meðalhitastig í dag er umtalsvert hærra en fyrir iðnbyltinguna í lok 18. aldar.

 

Spurningaskráin er lögð fyrir á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð en hún er hluti af rannsóknarverkefni með heitinu Framtíðin er núna, tilvist og fyrirmyndir í umræðunni um loftslagsbreytingar. Sjá nánar á https://future.w.uib.no/.  -  Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Leiðbeiningar

Þú getur valið á milli þess að svara með nafni eða nafnlaust en sem fyllstar upplýsingar eru æskilegar. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana og samþykkir þá til þess að sem flestir hafi aðgengi að svörunum. Eftir að þú hefur fyllt í reitina smellir þú á hnappinn „hefja svörun“. Þegar þú hefur lokið við að svara velur þú hnappinn „lokið“ og fara svör þín þá beint inn í þjóðháttasafnið. Ekki er hægt að vista svörin en mögulegt er að fara frá spurningaskránni og koma að henni aftur síðar ef glugginn er opinn og ekki slökkt á tölvunni eða vafranum. Svörin mega gjarnan vera löng og ítarleg og þú getur sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín.

 

HÉR  er hægt að skoða allar spurningarnar fyrirfram eða sækja PDF-skjal með þeim. Jafnframt er bent á þann möguleika að skrifa svörin fyrst í ritvinnsluskjali (Word) og líma þau svo inn hér („hefja svörun“). Einnig má skila í tölvupósti til agust@thjodminjasafn.is.

 

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2294 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.