LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði

ÞMS
Spurningaskrá 2022-1

Þessari spurningaskrá er ætlað að safna upplýsingum um upplifun og sjónarhorn fólks sem hefur tileinkað sér sjálfbært, heilsusamlegt mataræði á Íslandi. Þar er t.d. átt við grænkera (vegan), grænmetisætur, vistkera (flexitarian), neytendur lífrænt ræktaðra matvæla og annað fólk sem sem borðar meðvitað með tilliti til umhverfisins, dýraverndar eða eigin heilsu.

Spurningaskráin er hluti af rannsóknarverkefninu „Sjálfbært heilsusamlegt mataræði: vísindi sem vegvísir í átt að sjálfbærri framtíð“. Það leiðir saman vísindamenn af ólíkum sviðum til að skoða mismunandi mataræði, með áherslu á kolefnisspor Íslendinga. Markmiðið er að auka við þekkingu sem auðveldar stefnumótandi aðilum að taka ákvarðanir um hvernig standa skuli að breytingu í átt að sjálfbæru, heilsusamlegu mataræði og vistvænni matvælaframleiðslu á Íslandi.

Því leitum við til þeirra sem nú þegar hafa tileinkað sér slíkt mataræði í sínu daglega lífi til að draga lærdóm af reynslu þeirra. Hvað fékk þig til að snúa þér að slíku mataræði og hvernig ferðu að því að halda þig við það? Hvaða viðhorf liggja þar að baki? Hverjar eru helstu áskoranirnar?

Svörin þín mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis konar dæmi úr þínu daglega lífi. Það er mjög gagnlegt fyrir rannsóknina að fá lýsingar og frásagnir frá þeim sem svara. Þú getur sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum.

Þrír heppnir þátttakendur sem skila fullnægjandi svörum við spurningaskránni fyrir 31. mars 2022 verða dregnir út og hljóta 10 vikna grænmetisáskrift sumarið 2022 frá vistvænu gróðrarstöðinni Flight Song Farm í Reykjalundi, Grímsnesi. Sjá upplýsingar um ræktunina og grænmetið 

Þú getur valið á milli þess að svara með nafni eða nafnlaust. Áður en þú svarar sjálfri spurningaskránni biðjum við þig að svara nokkrum bakgrunnsspurningum (en svörin við þeim spurningum verða ópersónugreinanleg). Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana hér að neðan áður en þú hefur svörun. Eftir að þú hefur fyllt í reitina smellir þú á hnappinn „hefja svörun“. Athugaðu að svarglugginn stækkar sjálfkrafa eftir því sem þú skrifar meira í hann; upphafleg stærð gluggans hefur ekkert að gera með hvað svarið á að vera langt – því fleiri lýsingar, frásagnir, tilfinningar og smáatriði, þeim mun betur gagnast svarið rannsókninni.

Ekki er hægt að vista svörin en mögulegt er að fara frá spurningaskránni og koma að henni aftur síðar ef glugginn er opinn og ekki slökkt á tölvunni eða vafranum. Þó er mælt með að skrifa svörin fyrst í ritvinnsluforrit og líma þau svo inn í svargluggana til að tryggja að enginn texti tapist. Þegar þú hefur lokið við að svara velur þú hnappinn „lokið“ og fara svör þín þá beint inn í þjóðháttasafnið.

HÉR er hægt að skoða allar spurningarnar fyrirfram og sækja PDF-skjal.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2276 en einnig má senda tölvupóst á thjodhattasafn@thjodminjasafn.is.