Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Blýplata, beinasög og barn

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Háskóli Íslands

Sýningarstjórar:
Steinunn Edda Einarsdóttir
Sigurður Karl Pétursson
Ragnhildur Björt Björnsdóttir
Marinó Óli Guðmundsson
Margrét Björg Birgisdóttir

Birt á vef:
22.11.2022

Árið 1940 var sérstaklega gjöfult í söfnun Þjóðminjasafns Íslands. Alls komu inn á safnið 468 munir, meirihluti þeirra voru frá Læknadeild Háskóla Íslands. Munirnir höfðu þá verið færðir tvisvar sinnum og því var kærkomið að þeim væri komið í öruggt skjól. Flestir voru frá árunum 1876-1911, en á þessum árum var skólinn rekinn sem einkastofnun en sameinaðist Háskólanum við stofnun skólans árið 1911. Læknaskólamunirnir eru fjölbreyttir eins og þeir eru margir, en flestir þeirra hafa verið notaðir til innri skoðana, hvort sem er einhvers konar pípur eða opnarar, en einnig kom töluvert af lífsýnum með í sendingunni. Skráningaraðilar eru þrír, en afkastamestur var Nils Kjartan Guðmundsson Narby. Hann skráir munina mun seinna en þeir koma inn á safnið, ekki fyrr en á 10. áratug síðustu aldar. 

Aðrir munir sem komu inn á safnið voru hversdagsmunir frá öllum tímum, en sá elsti er rakinn aftur til 11. aldar. Sumir hlutanna eru gjafir en aðrir höfðu fundist við fornleifauppgröft nokkru áður. Kristján Eldjárn er skráningaraðili allra þessara gripa, enda var hann starfsmaður safnsins á þessum tíma. Hans áhugi birtist skýrt í þeim gripum sem hann skráir, en hann var þekktur fyrir að vilja helst safna “ómerkilegum” gripum, þ.e. munum sem fólk notaði í daglegu lífi.