Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Jesús í miðjunni með gloríu um höfuðið

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Háskóli Íslands

Sýningarstjórar:
Þórður G Guðmundsson
Una Haraldsdóttir
María Káradóttir Sölmundarson
Guðmundur Þór Hannesson
Daníel Freyr Ívarsson

Birt á vef:
22.11.2022

Verulegur hluti safngripa sem skráðir voru árin 1900-1904 eru tengdir kirkjunni og ná jafnvel aftur til elleftu aldar. Elsti gripurinn er frá 12. öld róðurkross úr Upsakirkju og sá yngsti frá frá 20 öld, líkan af Stóru Núpskirkju. Flestir munirnir eru hins  vegar frá 18. og 19. öld. Kirkjan var nafli alheimsins langt fram eftir öldum og gat það komið sér illa að lenda upp á kant við kirkjuna sem gat sent menn í gapastokkinn, sem oftar en ekki var við einn helsta samkomustað sveitanna, kirkjurnar. Sjá má mynd af einum slíkum sem talin er hafa getað verið við Reykhólakirkju.  Þeir sem ekki lentu í gapastokknum og fengu að komast inn í „dýrð“ kirkjunnar og heyra hið heilaga orð gátu notið þess að horfa á fallega list sem víða var í kirkjum landsins en dæmi um slíkt er altaristafla frá 18. öld,  „Jesús í miðjunni með gloríu um höfuðið“, sem er að finna í Upsakirkju í Svarfaðardal. Kirkjumunirnir sem hér er að finna eru nokkuð fjölbreyttir og um margt áhugaverðir, en of fáir til að unnt sé að draga víðtækar ályktanir á grundvelli þeirra, en kirkjumunir eru án vafa áhugaverðir safngripir til að greina þróun sögu lands og þjóðar.