Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Viðnám. Samspil myndlistar og vísinda.

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Ásthildur Björg Jónsdóttir

Birt á vef:
31.1.2023

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning fyrir börn á öllum aldri, sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru öll í eigu Listasafns Íslands, samtals 162 verk eftir 100 listamenn, 48 konur og 52 karla. 

Viðnám er almennt mótspyrna eða andstaða en einnig má líta á orðið út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám vísar einnig til viðspyrnu við neyslu sem allir verða að tileinka sér. Þá vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem heimsbúar verða að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Listaverkin á sýningunni tengjast öll orðræðunni um sjálfbærni og þeim siðferðilegu málefnum er tengjast þeirri vinnu sem stuðlar að þróun í átt að frekari sjálfbærni. Verkin gefa okkur tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif það vill hafa. Til að skapa forsendur fyrir góðu lífi þarf að hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður samspili þeirra. Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjáfbærni.

/