LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Jón Trausti - 150 ár

Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar

Sýningartími:
12.02.2023 - 12.02.2024

Guðmundur Magnússon, sem síðar tók sér höfundarnafnið Jón Trausti, fæddist 12. febrúar 1873 á Rifi á Melrakkasléttu eða Sléttu eins og hún var þá jafnan kölluð. Ævi hans var ævintýraleg og tókst honum að brjótast úr mikilli fátækt og til álna. Hann var prentari að iðn og vann einnig fyrir sér sem skrifari, en skáldsögur sínar skrifaði hann í hjáverkum. Þegar yfir lauk lét hann eftir sig fjölda ritverka, skáldsagna, kvæða, leikrita og ferðalýsinga auk þess sem hann málaði myndir, spilaði á orgel og hafði sérstakan áhuga á óbyggðum og náttúru landsins. Meðal vinsælli verka hans eru Halla og heiðarbýlið, Borgir, Leysing, Sögur frá Skaftáreldum og Anna frá Stóruborg, og þekkt eru kvæðin hans Draumalandið og Ég vil elska mitt land. Hann lést úr spænsku veikinni í Reykjavík, aðeins 45 ára gamall, 18. nóvember 1918.

Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveittur fjöldi ljósmynda af Jóni Trausta og gripir úr hans eigu.

/