Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

Blind Stefna / Blind Navigation

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Anna Ihle

Sýningartími:
18.10.2014 - 20.12.2014

Fyrsta safneignarsýning Nýlistasafnsins í nýju heimkynnum sínum í efra-Breiðholti bar yfirskriftina BLIND STEFNA og náði yfir valin verk sem áttu það sameiginlegt að hverfast um frásagnarformið. BLIND STEFNA var framlag Nýló til Lestrarhátíðar 2014 sem var helguð ritlist og smásögum og bar yfirskriftina Tími fyrir sögu. Nýló bauð myndlistarkonunni Önnu Ihle (SE) til samstarfs og vann hún að sýningunni í samtali við Evu Ísleifsdóttur og Kolbrúnu Ýr Einarsdóttur en þær starfa hjá Nýlistasafninu. Verkin sem valin voru úr safneigninni kallast á við áherslur Önnu í eigin verkum en hún hefur verið að rannsaka frásagnarformið í samtali við hugmyndir um siðfræði, vinnu og tíma.

Sjá meira á www.nylo.is