Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter: TAUGAFOLD VII / NERVESCAPE VII

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Birta Guðlaug Guðjónsdóttir

Sýningartími:
26.05.2017 - 22.10.2017

Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969), einnig þekkt sem Shoplifter, er íslenskur myndlistarmaður sem búsett er í New York. Á undanförnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notkun og táknrænt eðli hárs, og sjónræna og listræna möguleika þessarar líkamlegu afurðar. Í verkum sínum fæst hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútíma menningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. List hennar hverfist að mestu um skúlptúra, staðbundnar innsetningar og veggverk, sem fjalla jafnan um hégóma, sjálfsmynd, tísku, fegurð og goðsagnir í almannavitundinni. Hrafnhildur sækir áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar, naívisma og handverks, sem hefur mikil áhrif á sköpun hennar.

Fínlegur húmor gegnir stóru hlutverki í list Hrafnhildar og endurspeglast vel í notkun hennar á miklu magni marglits gervihárs, hárlenginga sem hún hnýtir, flækir og fléttar með hinu fallega og gróteska, og teflir saman upplifun á fjöldaframleiddum munum andspænis þeim einstöku. Hún hefur unnið með listamönnum frá öllum heimshornum, þar á meðal íslensku tónlistarkonunni Björk en fyrir umslag plötu hennar Medúlla  árið 2004 skapaði Hrafnhildur „hár-hjálm“. Árið 2008 starfaði Hrafnhildur með listahópnum a.v.a.f að verki fyrir framhlið MoMA; Samtímalistasafnsins í New York. Meðal nýjustu verka hennar er röð viðamikilla innsetninga, sem ber heitið Nervescape  og hún hefur unnið sérstaklega fyrir stórar stofnanir, s.s. Nervescape IV  á Norræna tvíæringnum í samtímamyndlist – Momentum 8, í Moss, Noregi árið 2015, Nervescape V , í Samtímalistasafni Queensland í Brisbane, Ástralíu árið 2016 og Nervescape VI  í Fílharmóníunni í Los Angeles, Bandaríkjunum fyrr á árinu árið 2017.

-

Hrafnhildur Arnardóttir (b. 1969), also known as Shoplifter, is an Icelandic artist based in New York. For the past 15 years Arnardóttir has explored extensively the use and symbolic nature of hair and its visual and artistic potential. Her art addresses the history of our obsession with hair and how it is an ongoing manifestation of creativity in contemporary culture, tackling notions that border on obsession or fetish. Arnardóttir´s body of work largely consists of sculptures, site-specific installations and wall murals, that take on themes of vanity, self-image, fashion, beauty and popular myth. Her work is anchored in her fascination with pop culture and mass production as well as folk art, naivism and handcraft, which continue to strongly influence her creative process. 

Humor plays a large yet subtle role in Arnardóttir's work, it manifests itself in her use of vast amounts of multi colored synthetic clown-like hair extensions she twists and braids in her exploration of the beautiful versus the grotesque and the conflict between mass production and preciousness. Arnardóttir has worked with artists from all over the world, including Icelandic musician Björk for whom she created the "hair helmet" featured on the 2004 album Medúlla . In 2008, Arnardóttir collaborated with artist collective a.v.a.f  on an installation displayed at the MoMA in New York. Her most recent works include a large installation series called Nervescape. Nervescape IV , commissioned for the Nordic Biennial of Contemporary Art – Momentum 8, in Moss, Norway in 2015, Nervescape V , at The Queensland Art Gallery of Modern Art in Brisbane, Australia in 2016, and Nervescape VI,  at the Los Angeles Philharmonic, US in 2017.