Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Fyrsta flug á Íslandi

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
14.8.2019

Fyrsta flugvélin á Íslandi tók á loft 3. september 1919 úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Það var vél af gerðinni Avro 504K, sem Flugfélag Íslands hafði fest kaup á. Kom hún frá Danmörku, en var smíðuð í Bretlandi. Danskur flugmaður, Cecil Faber, flaug vélinni í fyrstu en sumarið eftir tók Vestur-Íslendingurinn Frank Fredericksen við stjórnvölunum. Haustið 1920 var flugvélin seld úr landi eftir að hafa verið notuð í rúmt ár á Íslandi. Það leið síðan tæpur áratugur þangað til flug var reynt aftur á Íslandi, um mitt ár 1928. Á þessari sýningu er syrpa ljósmynda frá árdögum flugsins til að minnast þessara tímamóta.