Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Kjarval - Gripirnir úr bókinni

Vefsýning
Sýningaraðili:
Minjasafn Austurlands

Birt á vef:
27.3.2020

Á síðasta ári kom bókin Kjarval, málarinn sem fór sínar eigin leiðir, út hjá Forlaginu. Þar segir Margrét Tryggvadóttir sögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar, á heillandi og aðgengilegan hátt. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda m.a. af Kjarval og samferðafólki hans, af málverkum eftir hann og síðast en ekki síst af munum sem voru í eigu hans en eru nú varðveittir á Minjasafni Austurlands. 

 

Á þessari vefsýningu hefur gripum Minjasafnsins úr bókinni verið safnað saman og almenningi boðið að skoða af þeim ljósmyndir og lesa sögurnar og upplýsingarnar á bak við þá. Þessir hlutir láta ekki allir mikið yfir sér og eru eins mismunandi og þeir eru margir. Allir eiga þeir það þó sameiginlegt að vera hluti af sögu og arfleifð listamannsins og vitna um persónuleika hans, forgangsröðun og lífstíl.

 

Við hvetjum sýningargesti til að setjast niður við tölvuna með bókina við höndina, skoða hana samhliða sýningunni og reyna að finna alla gripina á síðum bókarinnar. Einnig hafa þrír auka gripir sem ekki eru í bókinni laumað sér með á sýninguna. Getur þú fundið þá?