Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Íslenska lopapeysan

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjóri:
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
31.5.2021

Íslenska lopapeysan. Uppruni - saga - hönnun. Sýninguna má sjá á vefsíðu Heimilisiðnaðarsafnsins.

Þróun íslensku lopapeysunnar hefur verið samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar- og prjónasögu þjóðarinnar. Hún þróaðist frá því að vera vinnufatnaður sem nýttist aðallega við erfið útistörf á sjó og landi í það að verða að þjóðlegri minjavöru og vinsælli tískuvöru. Þannig endurspeglar peysan lífshætti og sögu þjóðar. Sýningin er hönnuð sem farandsýning og var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í desember 2017. Sýningin byggir á rannsóknarverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins, húss skáldsins. Vefsýning þessi endurspeglar sýninguna eins og hún var sett upp sem sérsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi árið 2019 - 2020. Gerð vefsýningarinnar var styrkt af Safnasjóði.