LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Svipir

Sýningaraðilar:
Listasafnið á Akureyri

Sýningarstjórar:
Hlynur Hallsson
Elísabet Gunnarsdóttir

Sýningartími:
25.08.2018 - 17.02.2019

SVIPIR
Verk úr safneign Listasafns ASÍ
Sýning í Listasafninu á Akureyri
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019
Þegar talað er um persónur eða persónleika fólks er það oft með tilsvísun í hvaða mann það hefur að geyma, hver manneskjan er í raun og veru. Útlitið segir ekki
alltaf alla söguna og andlitið eða gríman sem okkur er gefin og gríman sem við setjum upp er ekki alltaf sú sama.
Orðið ,,portrett´´ er dregið af franska orðinu ,,portrait´´ sem er dregið af latneska orðinu ,,protrahere´´ sem þýðir ,, draga fram.‘‘ Portrett geta verið með ýmsu móti,
þau geta komið fram sem textalýsing eða viðtalstexti. Þau geta líka komið fram sem tónverk eða kvikmynd þar sem dregin er fram persóna ákveðins einstaklings. Og
portrett getur líka verið ljósmynd eða málverk af einstaklingi.
Þó margar málaðar portrett-myndir reyni að endurskapa sem nákvæmast útlit viðkomandi einstaklings þá eru flest protrett-verk túlkun á persónum eða jafnvel
hlutverki viðkomandi manneskju í samfélaginu.
Á sýningunni SVIPIR gefur að líta portrettmyndir eftir listamenn sem hafa sett mark sitt á íslenska listasögu. Allar myndirnar á sýningunni eru gjöf Ragnars Jónssonar
í Smára til Listasafns ASÍ og allar nema tvær eru meðal þeirra 120 mynda sem hann færði Alþýðusambandinu að gjöf á þjóhátíðardaginn 17. júní árið 1961 og lagði þar
með grunninn að starfseminni.
Á sýningunni eru portrettmyndir eftir Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristján Davíðsson, Louisu Matthíasdóttur, Nínu
Tryggvadóttur, Sigurð Sigurðsson, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Málverkin sem eru frá tímabilinu 1920-1957 veita okkur góða innsýn á mannamyndir þess
tíma í listasögunni.
Sýningunni er ekki ætlað að gefa yfirlit yfir portrettmyndir þessa tímabils heldur lítið sýnishorn af því hvernig listamenn túlkuðu persónur eða öllu heldur ,,grímur´´
samtímamanna sinna og sínar eigin. Flest eru viðfangsefnin þekkt listafólk þessa tímabils, málarar eða skáld með tveimur undantekningum þó sem eru málverk
Gunnlaugs Scheving af ungum sjómanni og málverk Sigurðar Sigurðssonar af konu við sauma.
Hér er að finna ómetanlega heimild um fólk og tíðaranda. Það sem vekur athygli þegar myndirnar eru skoðaðar er hvernig flest málverkin af karlmönnum eru mun
formlegri en þau sem eru af konum og gildir þá einu hvort það er kona eða karl sem heldur á penslinum. Oft nægir andlistmynd ef um karl er að ræða en myndir af
konum sýna meira, stundum handlegg, stundum brjóst og stundum allan líkamann.
Elísabet Gunnarsdóttir
Safnstjóri Listasafns ASÍ