Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

Söðull fyrir kameldýr

Vefsýning
Sýningaraðili:
Gljúfrasteinn - hús skáldsins

Birt á vef:
25.5.2022

Í stofunni á Gljúfrasteini við arininn er lítill kollur, þannig var hann skráður í aðfangabók safnsins á Sarpi. Einn af gestum safnsins benti okkur á að hér gæti verið um að ræða söðul fyrir kameldýr, og mikið rétt, svo reyndist vera, eins og sjá má á netinu. Þennan söðul keypti Auður á Basar í Kaíró sem þau hjónin heimsóttu í heimsreisunni í kjölfar afhendingu nóbelsverðalaunanna 1955 en þau voru í Kaíró snemma árs 1958.