LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniBæjarstæði, Fornminjar, Landslag
Ártal2009

StaðurSvaðastaðir
ByggðaheitiHofstaðabyggð
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-227
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar III
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Býlið Algerðarstaðir (Algerdarstodum), er nefnt í ráðsmannsreikningum Hólastóls frá árinu 1388. Algerðarstaðir eru þar taldir upp á eftir Svaðastöðum, næst á undan Gljúfurá. Í reik-ingum Hólastóls voru þá leigur á Algerðarstöðum: þrjár merkur í vaðmálum og veturgamalt naut. Var það þriðja lægsta leiga fyrir jörð í hreppnum á þeim tíma, aðeins Hólakot og Grjótá voru með lægri leigu (Íslenskt fornbréfasafn III, 409). Hefur land Algerðarstaða hugsanlega verið lagt undir Fossabrekkur en ekki eru til neinar heimildir sem styðja þá kenningu. Ekki eru nema um 300 metrar milli bæjarhólanna  Um 885 m norðan við Svaðastaði er tóftahóll og eru mýrasund sunnan við hólinn og hár melur þar sunnan við. Skammt neðan við hólinn er endi á vélgröfnum skurði sem liggur norður til merkja Hofstaða. Hóllinn er í nokkuð hallandi landi og þýfðu en allt er umhverfið sérlega vel gróið. Tæpir 300 metrar eru norður til tóftahólsins á Fossabrekkum. Borkjarnar voru teknir í nokkrar tóftir. 

Túlkun kjarna: Ummerki um mannvist komu fram í tveimur tóftanna sem skoðaðar voru. Ljóst er að þarna hefur verið byggð eftir 1104 sem hefur verið aflögð nokkru fyrir 1766 en ekki er hægt að fullyrða um upphaf byggðar. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.