LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniFornminjar, Landslag, Tóft
Ártal2010

StaðurVíðines 1
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-4-52
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar IV
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Víðiness í Hjaltadal er fyrst getið í ráðsmannsreikningi Hólastóls frá 1388 (Íslenskt fornbréfasafn III, bls. 410). Borkjarnar voru teknir á tveimur stöðum í landi Víðiness. Annarsvegar í tvær fornlegar tóftir sem liggja í þýfðu mólendi austan vegar sem liggur yfir í Kolbeinsdal og hinsvegar á svokölluðum Grófarstekk, tóftir og garðlag sem liggja vestan vegarins. 

Niðurstaða: Niðurstöðurnar benda til að tóftirnar séu mjög fornar, a.m.k. frá því fyrir 1300. Vísbendingar eru þó um að þær geti verið frá því fyrir 1104, bæði er það vegna þess að  torfið í tóftunum innihélt einungis H3 gjóskuna en einnig vegna þess að í annarri tóftinni voru líkindi gólflags undir H1104 gjóskunni. Engin merki mannvistar var að finna í tóftunum og eru þær líklega af útihúsum.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.