LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniFornminjar, Landslag, Tóft
Ártal2013

StaðurSpáná
ByggðaheitiUnadalur
Sveitarfélag 1950Hofshreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-7-196
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar VII
Stærð15,24 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Spáná er innsti bær í Unadal, norðan Unadalsár. Þar eru talsverðar bæjartóftir, enn mjög glöggar, og allmargar útihúsarústir víðsvegar í túni og utan þess. Vallargarður er öflugur ofan við túnið undir Spánárhólnum, fremri hlutinn torfhlaðinn en ytri hlutinn gerður úr grjóti og nær um hundrað metra niður á skriðugrundina. Túnið hefur verið talsvert stórt, á þurru mólendi og uppgrónu skriðuframhlaupi Spánárinnar, harðlent en greiðfært að hluta. Spáná fór í eyði 1921 og standa engin hús þar lengur. Jörðin er nú í eigu Upprekstrarfélags Unadalsafréttar og hluti af Unadalsafrétti (Veðmálaskrár nr. 4756). Spáná virðist löngum hafa verið í eyði á miðöldum. Ókunnugt er hvenær jörðin fyrst byggðist en Hólastóll sýnist hafa eignast landið á 15. öld. Jörðin kemur fyrst fram í skrám Stólsins 1525, þá talin með húsalausum eyðikotum (Íslenskt fornbréfasafn, 302). Heimild greinir að Þorbergur Bessason, sýslumaður á Hofi hafði á miðri 16. öld Spáná á leigu frá Hólum og hafði þar í seli meðan hann hélt bú á Hofi (Jarðabréf á Þjóðskjalasafni 2 (72)B). Jörðin hefur byggst aftur á seinni hluta 17. aldar þar sem hún er talin í reikningum Hólastóls 1666 og í Jarðabókinni 1709 segir að hún hafi verið byggð úr auðn fyrir 40 árum, þ.e. laust fyrir 1670 (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 247). Í Jarðabókinni 1709 er Spáná einungis metin til 6 hundraða og er lágt mat sem eflaust er til komið af landþrengslum og mikilli óhægð. Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er jörðin sögð 6 hundruð en neðanmáls að hreppstjóri telji hana 8 hundruð (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, 247; Jarðabók Johnsen 1847, bls. 270). Árið 1849 var ,,Spáná bóndaeign eftir núverandi dýrleika 8 hundruð (Jarðabók 1849 nr. 78).

Sumarið 2013 var nokkur fjöldi borkjarna tekinn á Spáná. Þar komu fram ummerki um byggð þegar á 11. öld, e.t.v. fyrr. Byggð kann að hafa lagst af þegar á 12. öld. Þó kann að hafa verið þarna einhver byggð, e.t.v. haft í seli eftir að byggð lagðist af á 12. öld en áður en þar var byggt aftur á 17. öld. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.