Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSumardagurinn fyrsti
Spurningaskrá19 Sumardagurinn fyrsti

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1912

Nánari upplýsingar

Númer1721/1969-1
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið1.4.1969
Nr. 1721

p1
Það hefur dregist hjá mér að endursenda plöggin til ÞJMS. Mig langar samt að segja frá lítilli reynslu minni á tíðarfari og fuglalífi. Farfuglar koma snemma á vorin þegar góð er tíð og má búast við góðu eftir komu þeirra. T.d. lóan kemur hingað á blettinn. Hann er dagslátta að stærð, sléttur vel og hef ég oft talið 30 lóur í einu og yfir það. Í vor kom hún ekki snemma og var mjög dauft kvak í henni og hafði ég orð á því. Í haust kom hún óvenju snemma og mjög vel flokkuð, stóð við stuttan tíma, aðeins nokra daga, enda fennti hér fyrir leitir, þó sú fönn færi aftur. Ég man aldrei eftir eins miklu frosti á fyrstu sumarnóttina eins og 1909, þá var ég á 13. ári. Þá var indælis tíð, byrjaði vorblíða á Einmánuði, var búið að hirða klíning og sauðatað á sumardag fyrsta. Á síðasta vetrardag gengum við foreldrar mínir og ég yfir svokallaða Haga frá Tálknafirði til Rankadals í Patreksfirði. Við vorum að flytja búferlum að Raknadal, og bárum það sem við gátum, rúmföt ofl. En þá fyrstu sumarnótt var svo hart frost að lagt hafði yfir polla sm ég kvöldið áður hafði veitt nokkrar bröndur í svo allar drápust. Það sumar var ágætis tíð. Það var almennt talið að ef frysi saman sumar og vetur, að þá yrði hagstæð tíð og gott undir bú. Kóngsbænadagur var haldinn heilagur að mestu um og eftir aldamót, þá var venja að allir bátar sem róið var til fiskjar ættu að vera komnir í skorður á hádegi. Einhver sú besta jurt til að græða skurði og sár er hrafnaklukka. Ég hef látið hana um blæðandi skurð og það sem snýr að jöðru á að snú að sárinu, en gæta skal að því að blakan sé vel hrein. Skurðurinn grær fljótt og vel, skipt um blöðku eftir þörfum. Með bestu kveðju Kristján Jónsson.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana