Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Lífið á dögum kórónaveirunnar

ÞMS
Spurningaskrá 2020-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Lífið á dögum  kórónaveirunnar

Þjóðminjasafn Íslands

Spurningaskrá 128


Spurningaskrá þessi er send út í tilefni af kórónuveirufaraldrinum (COVID-19) sem nú gengur yfir Ísland og alla heimsbyggðina með mjög afdrifaríkum hætti. Á annað þúsund eru þegar smitaðir hér á landi og hátt í 10.000 eru í sóttkví. Nokkrir hafa þegar látist. Á heimsvísu eru þessar tölur margfalt hærri. COVID-19 er með stærstu farsóttum sem herjað hafa á íbúa jarðar og verður að fara allt aftur til spönsku veikinnar árið 1918 til að finna viðlíka útbreiddan og hættulegan smitsjúkdóm.

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á faraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni almennings við að svara spurningaskrá um þetta efni og hvetur sem flesta til að taka þátt í könnuninni. Á það skal jafnframt bent að hér gefst einstakt tækifæri til að færa í letur sínar eigin minningar. Þær frásagnir sem berast verða varðveittar fyrir framtíðina í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi og verða öllum opnar, bæði fræðimönnum og öðrum. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Myndin sýnir skimun fyrir berklum (breklapróf) í Miðbæjarskóla í Reykjavík um 1950-1960 (Þjóðminjasafn Íslands).


/